„Bestu smásögur hennar eru framúrskarandi,“ skrifar Thomas Bredsdorff gagnrýnandi Politiken um smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur og gefur fimm hjörtu af sex mögulegum, en bókin kom nýverið út í danskri þýðingu Nönnu Kalkar.
Rýnir blaðsins hrífst sérstaklega af smásögunum „Self-Made“, sem bjóði upp á mikinn undirtexta í anda Hemingways, og „Við hljótum að sjá eitthvað þótt við förum ekkert“, sem byggist á absúrdisma í anda Becketts.
Fréttin birtist fyrst í menningarhluta Morgunblaðsins.