Lady Gaga segist vera full þakklætis fyrir tíma tónlistar og frægðar.
„Ég er á nýjum stað,“ segir tónlistar- og leikkonan Gaga í viðtali við People, en hún leikur í nýjustu kvikmyndinni um Jókerinn, Joker: Folie à Deux. Plata hennar Harlequin, sem er fylgifiskur kvikmyndarinnar, kom einnig út 27. september.
Ferill Gaga einkennist m.a. af tískuverðlaunum, Óskarstilnefningu og verðlaunum árið 2018 fyrir besta lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Ekkert er fengið af sjálfu sér en Gaga segir viðurkenningarnar hafa sprottið upp af miklum persónulegum og faglegum áskorunum.
Hún viðurkennir í viðtalinu að hafa átt erfitt með frægðina, en Gaga sem nú er 38 ára hefur verið í tónlistarbransanum frá unglingsaldri. Hún segist jafnframt vera mikið sáttari í dag og eigi aðdáendum sínum margt að þakka.
Gaga leikur Harleen „Lee“ Quinzel eða Harley Quinn í myndinni Joker, sem er framhald af kvikmyndinni um Jókerinn frá árinu 2019 þar sem Joaquin Phoenix fór með aðalhlutverk. Myndinni er leikstýrt af Todd Phillips og hlaut 11 mínútna standandi lófaklapp við frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þann 4. september.