Fann hinn eina rétta 49 ára gömul

Miranda Hart gekk í hjónaband nýverið.
Miranda Hart gekk í hjónaband nýverið. Skjáskot/IMDb

Enska gamanleikkonan Miranda Hart er gift kona.

Hart, sem sló eftirminnilega í gegn í gamanþáttaseríunni Miranda, var gestur í spjallþættinum The One Show á þriðjudag og staðfesti gleðitíðindin í beinni útsendingu.

Leikkonan kom fram í þættinum til að kynna bók sína I Haven’t Been Entirely Honest With You. Í bókinni fjallar Hart meðal annars um samband sitt við eiginmanninn og segir einnig frá því hvernig var að finna hinn eina rétta 49 ára að aldri.

„Hann er besti vinur minn. Við skemmtum okkur saman. Ég er himinlifandi yfir því að vera ung brúður, 51 árs gömul,” sagði Hart meðal annars við þáttastjórnendur The One Show.

Lítið sem ekkert er vitað um manninn sem heillaði Hart en samkvæmt heimildarmanni Daily Mail þá kynntust hjónin þegar hann hjálpaði leikkonunni við að fjarlægja myglu af heimili hennar. 

Hart birti stutt myndskeið á Instagram-síðu sinni eftir upptöku þáttarins þar sem hún og nýi eiginmaður hennar sjást gefa hvort öðru fimmu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Torill Thorup
3
Kathryn Hughes
4
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Torill Thorup
3
Kathryn Hughes
4
Carla Kovach