Taylor Swift gefur af auði sínum til fórnarlamba fellibyljanna Helene og Milton

Taylor Swift er án efa einn mesti töffari samtímans og …
Taylor Swift er án efa einn mesti töffari samtímans og lætur gott af sér leiða. AFP/Julien De Rosa

Taylor Swift gaf alls fimm milljónir dollara styrk til aðstoðar þeim sem eiga um sárt að binda eftir áhrif fellibyljanna Helene og Miltons, samkvæmt vef People. Fellibylurinn Helene sópaði upp heilu búslóðunum í suðaustur hluta Bandaríkjanna í lok september og létu um 220 manns lífið.

Í nótt fór svo fellibylurinn Milton yfir svipað svæði. Í fyrstu var hann talinn fimmta flokks fellibylur sem hefði orðið sá stærsti í sögu Flórída, hins vegar varð vindhraðinn eitthvað lægri þegar hann skall á.

Á Instagram í gær lýstu samtökin Feeding America yfir miklu þakklæti til söngkonunnar fyrir rausnarlegt framlag hennar. Upphæðin muni nýtast vel til aðstoðar þeim sem misst hafa eigur sínar í veðurofsanum og eins til kaupa á mat, drykkjarvatni og fleiru sem fólk þarf á að halda. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Swift gefur fé til góðgerðarmála. Í desember í fyrra gaf hún eina milljón dollara til Tennesse fylkisins eftir að fellibylur olli þar gríðarlegu tjóni. Í júní gaf hún fé í mataraðstoð til Cardiff Foodbank svo alls 1.200 manns fengu þrjár máltíðir á dag, í þrjá daga eða alls 10.800 máltíðir. 

People Magazine

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir