Myndir eftir sjö reykvíska grunnskólanema á aldrinum 6-15 ára hafa verið valdar til þátttöku í alþjóðlegri myndasamkeppni barna. Þema keppninnar er „Hvað er friður fyrir mér?“
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Samtök friðarborgarstjóra (e. Mayors for Peace) standa árlega fyrir keppninni í aðildarborgum sínum og börnum í Reykjavík gafst nú í annað sinn tækifæri til þátttöku.
Úrslitin voru kynnti á alþjóðlegri ráðstefnu í Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla íslands, í Iðnó í gær:
Sigurvegarar í flokki 6-10 ára:
Sigurvegarar í flokki 11-15 ára:
Dómnefndina skipuðu Agnes Ársælsdóttir, myndlistarmaður, sýningastjóri og formaður dómnefndar, Auður Birna Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Verðlaunamyndir alþjóðlegu keppninnar geta verið notaðar m.a. sem kynningarefni á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Allar myndirnar sem verða sendar fyrir hönd Reykjavíkur í alþjóðlegu keppnina, má sjá á Facebook-síðu borgarinnar.