Cher fékk koss frá kærastanum

Parið virðist ástfangið upp fyrir haus.
Parið virðist ástfangið upp fyrir haus. Ljósmynd/AFP

Bandaríska tónlistarkonan Cher mætti ásamt kærasta sínum, tónlistarframleiðandanum Alexander „AE” Edwards, á tískusýningu undirfatamerkisins Victoria’s Secret á þriðjudag. Cher var ein af þeim sem tróð upp á viðburðinum.

Parið, sem hefur vakið mikla athygli síðustu ár og þá sérstaklega vegna 40 ára aldursmunar, gekk hönd í hönd niður bleika dregilinn og brosti til ljósmyndara. Cher, 78 ára, og Edwards, 38 ára, opinberuðu samband sitt í nóvember 2022 þegar þau mættu saman á iHeartRadio-tónlistarverðlaunin.

Cher flutti nokkur af sínum þekktustu lögum, þar á meðal Strong Enough og Believe, fyrir áhorfendur sýningarinnar. Atriði hennar vakti mikla lukku meðal þeirra gesta sem sóttu viðburðinn.

Tískusýning Victoria’s Secret sneri aftur með stæl eftir sex ára hlé á þriðjudag. Nokkrar af þekktustu fyrirsætum heims gengu tískupallinn fyrir undirfatarisann og má þar nefna Tyru Banks, Behati Prinsloo, Gigi Hadid, Bellu Hadid, Ashley Graham og Kate Moss.

Tónlistaratriði söngkonunnar sló í gegn.
Tónlistaratriði söngkonunnar sló í gegn. Ljósmynd/AFP
Cher söng á meðan ofurfyrirsætan Bella Hadid gekk niður tískupallinn.
Cher söng á meðan ofurfyrirsætan Bella Hadid gekk niður tískupallinn. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir