Afklæddi sig í tilefni af hrekkjavöku

Demi Moore var ánægð með búning Jenner.
Demi Moore var ánægð með búning Jenner. Samsett mynd

Kylie Jenner, raunveruleikastjarna og athafnakona, brá sér í gervi leikkonunnar Demi Moore, eða öllu heldur karakters hennar úr kvikmyndinni Striptease frá árinu 1996. Jenner endurskapaði bæði plakat kvikmyndarinnar og eitt þekktasta atriði hennar og deildi djörfum myndum af sér á Instagram.

Jenner, 27 ára, er, líkt og Moore, nakin á plakatinu sem og klædd afar efnislitlu bikiníi eins og karakterinn gerði þegar hann steig eggjandi dans uppi á sviði á súludansstað.

Milljónir manna dásömuðu búning raunveruleikastjörnunnar á samfélagsmiðlasíðunni og þar á meðal Moore.

Leikkonan deildi mynd af Jenner á Instagram Story og var mjög ánægð með túlkun hennar á karakternum.

„Negldi þetta,” skrifaði Moore við færsluna.

Það er varla hægt að sjá mun.
Það er varla hægt að sjá mun. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan