Vinkona Margrétar prinsessu opnar sig

Lafði Glenconner er 92 ára og á frá mörgu að …
Lafði Glenconner er 92 ára og á frá mörgu að segja. Skjáskot/Instagram

Anne Glenconner var ein af hirðmeyjum við krýningu Elísabetar II Bretlandsdrottningu og gegndi stöðunni „Lady-in-wating“ hjá Margréti prinsessu sem er starf sem lýsa má sem blöndu af því að vera aðstoðarkona og vinkona.

Glenconner vakti mikla athygli fyrir fyrstu bók sína, Lady in Waiting þar sem hún lýsir stormasömu lífi sínu með eiginmanni sínum og því þegar hún missti tvo syni sína. Nýjasta bók hennar er um lautarferðir, Picnic Papers.

Jafnar sig ekki á barnsmissi

Í viðtali við The Times segir hún það ómögulegt að jafna sig á dauða barns. Elsti sonur hennar, Charlie, var heróín fíkill en hinn, Henry, lést úr alnæmi stuttu eftir að hann kom úr skápnum.

„Þegar sonur minn fékk alnæmi hætti fólk að koma í heimsókn. Margrét prinsessa kom alltaf og faðmaði Henry að sér. Hún vandi sig á að heimsækja heilsustofnun fyrir fólk með alnæmi, löngu áður en Díana fór að gera það.“

„Maður jafnar sig aldrei á dauða barns. Ég er mjög vinsæl meðal samkynhneigðra. Ungir karlar skrifa mér bréf þegar þeir eiga erfitt með að segja foreldrum sínum frá kynhneigðinni. Ég svara og segi þeim að í flestum tilfellum vita foreldrarnir. Mig grunaði að Henry væri samkynhneigður en hann gifti sig og eignaðist son.“

Glenconner nýtur lífsins.
Glenconner nýtur lífsins. Skjáskot/Instagram

Allslaus 87 ára

„Fólk í gamla daga var mun harðara af sér. Við ólumst upp á stríðstímum. Ég hækka aldrei á ofnunum heldur fer ég bara í kápu. Ég ólst upp á setri þar sem var engin kynding. Ég er með stífustu efri vörina, ég þoli ekki þegar fólk er að kvarta yfir hlutum. Maður á bara að kljást við vandamálin.“

„Þegar ég var 17 ára fór ég í megrun. Þá var ég á heimavist og hafði þyngst töluvert. Þegar ég kom svo heim leit móðir mín á mig og sagði að enginn myndi líta við mér. Ég náði mér í pillu sem ég sá auglýsta. Ég veit ekki hvað var í pillunni en ég held að það hafi verið ormur. Það virkaði.“

„Fólk heldur að maður búi við forréttindi en ég hef misst tvö börn og þriðja barnið lenti í hræðilegu slysi. Ég var gift mjög erfiðum manni, mátti þola heimilisofbeldi og átti ekki krónu 87 ára. Ef maður á vini þá á maður að tala við þá. Ekki byrgja hluti inni og ekki skammast sín.“

„Ég eldaði fyrstu máltíðina mína þegar ég var 86 ára. Það var harðsoðið egg og eiginlega óætt. Ég geri allt sjálf núna. Bæði þvott og matseld. Það heldur mér gangandi.“

Margrét prinsessa og Lafði Glenconner voru afar nánar.
Margrét prinsessa og Lafði Glenconner voru afar nánar. Skjáskot/Instagram



Margrét prinsessa var yngri dóttir Elísabetar II Bretlandsdrottningu.
Margrét prinsessa var yngri dóttir Elísabetar II Bretlandsdrottningu.
Margrét prinsessa og Antony Armstrong -Jones giftu sig árið 1960.
Margrét prinsessa og Antony Armstrong -Jones giftu sig árið 1960. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan