Chris Martin datt á sviðinu

Chris Martin, söngvari Coldplay.
Chris Martin, söngvari Coldplay. AFP

Chris Martin, forsprakki bresku hljómsveitarinnar Coldplay, datt ofan í holu á sviðinu á tónleikum sveitarinnar í Ástralíu á sunnudag. 

Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur um sinu í netheimum, en í því sést Martin ganga um sviðið og ræða við tónleikagesti áður en hann dettur aftur á bak. 

Til allrar lukku meiddist tónlistarmaðurinn ekki við fallið þar sem starfsmenn náðu að grípa hann í tæka tíð. Martin var því eldsnöggur á fætur og gantaðist létt með óhappið. 

„Sko, þetta var ekki fyrir fram ákveðið,“ sagði Martin áður en hann þakkaði starfsmönnum fyrir snögg handbrögð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar. Passaðu þig á sölufólki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar. Passaðu þig á sölufólki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan