Gagnrýnd fyrir að bera krossinn á milli brjóstanna

Krossinn er merkilegt hálsmen sem Díana prinsessa gerði frægt.
Krossinn er merkilegt hálsmen sem Díana prinsessa gerði frægt. Ljósmynd/AFP

Snemma á síðasta ári keypti Kim Kardashian hálsmen sem Díana prinsessa hafði borið á árum áður. Um er að ræða Atallah-krossinn sem Díana var mynduð með nokkrum sinnum. Kardashian keypti hálsmenið á uppboði hjá Sotheby's í fyrra á um 28 milljónir króna.  

Aðdáendur Kardashian höfðu því beðið lengi eftir að hún myndi bera hálsmenið. Hún gerði það loksins í Los Angeles á dögunum á LACMA Art + Film galakvöldinu. Krossinn er stór og áberandi en hún klæddist honum við hvítan síðkjól frá ítalska tískuhúsinu Gucci sem skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.

Raunveruleikastjarnan reiddi þó marga til reiði er hún gekk rauða dregilinn. Skiptar skoðanir voru á útliti Kardashian og þykir mörgum hún ekki hafa átt að klæðast krossinum á þennan hátt. Hún fékk yfir sig holskeflu ljótra athugasemda í kjölfarið. Fjölmörgum netverjum þótti þetta taktlaust hjá henni, sérstaklega þar sem hún lét krossinn hanga á milli brjóstanna á sér.  

„Hún þurfti endilega að gera þetta að einhverju klúru,” skrifaði einn netverji á samfélagsmiðlasíðunni X.  

„Dirfskan að bera menið við þennan kjól. Hún er taktlaus narsissisti,” skrifaði annar.  

Attallah Cross var gerður af skartgripafyrirtækinu Garrard á þriðja áratugnum og var áður í eigu Naim Attallah sem lánaði Díönu prinsessu menið.  

Hvíti síðkjóllinn er frá ítalska tískuhúsinu Gucci.
Hvíti síðkjóllinn er frá ítalska tískuhúsinu Gucci. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan