Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tók sig ágætlega út á traktor í Skeifunni en miðað við Miðflokks-fákinn hefði hann náttúrlega frekar átt að vera á hesti, en það er önnur saga.

Í TikTok-myndbandi Miðflokksins er Sigmundur Davíð spurður að því hvernig hann hafi endað á traktor í Skeifunni. Svarið við því er ekkert sérlega einfalt eins og kemur fram í myndbandinu.

„Það byrjaði þannig að ég var upprunalega í Breiðholtinu, bjó þar æskuárin og var svo einhver ár í Bandaríkjunum, og var í Ölduselsskóla. Fór þaðan í framhaldsskóla í MR, þaðan í Háskóla Íslands, þaðan í skóla í Kaupmannahöfn og í Rússlandi. Og svo leiddi það til þess,“ segir Sigmundur Davíð í TikTok-myndbandinu og heldur áfram:

„Áður en ég kem að því þá starfaði ég við eitt og annað. Ég vann mörg ár á bensínstöð, fyrst starfsmaður á plani og síðan starfsmaður í verslun,“ segir Sigmundur Davíð og er þarna farinn að hljóma eins og Georg Bjarnfreðarson í Næturvaktinni en svo stækkaði líf hans. Hann komst til útlanda.

„Vann í fríhöfninni og á aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi. Starfaði í Þýskalandi hjá verslunarráðinu þar og hjá Ríkisútvarpinu, var fréttamaður og þáttastjórnandi. Eftir það fór ég að vinna í skipulagsmálunum, fór að gefa ráð um eitt og annað. Svo kom bankahrunið og þá var ég allt í einu gerður að formanni Framsóknarflokksins. Fór í stjórnarandstöðu, varð forsætisráðherra og við endurbyggðum efnahag Íslands. Svo varð Miðflokkurinn til, til þess að breyta íslenskri pólitík. Svo eru allt í einu komnar kosningar og ég er búinn að vera mjög upptekinn í kosningabaráttunni en þurfti að fara til tannlæknis. Þess vegna er ég hér,“ segir Sigmundur Davíð.



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Loka