„Ég ligg í rúminu og öskra af sársauka“

Applegate gekk rauða dregilinn ásamt dóttur sinni á Screen Actors …
Applegate gekk rauða dregilinn ásamt dóttur sinni á Screen Actors Guild-hátíðinni á síðasta ári. Ljósmynd/Frazer Harrison

„Ég ligg í rúminu og öskra af sársauka,“ segir bandaríska leikkonan Christina Applegate í nýjasta hlaðvarpsþætti MeSsy.

Applegate glímir við MS-sjúkdóminn (e. multiple sclerosis) og hefur rætt opinskátt um baráttu sína við sjálfsofnæmissjúkdóminn í hlaðvarpsþættinum sem hún heldur úti ásamt góðvinkonu sinni, leikkonunni Jamie-Lynn Sigler, sem sjálf hefur glímt við MS-sjúkdóminn í ríflega 20 ár. 

Í þættinum, sem ber heitið The Beauty of the Invisible Disease with Rory Kandel, segist hún glíma við krónísk verkjavandamál vegna sjúkdómsins á hverjum degi og að einkenni hans hefðu hamlandi áhrif á daglegt líf hennar. 

„Ég get ekki opnað flöskur né lyft sjónvarpsfjarstýringunni,“ sagði Applegate meðal annars í samtali sínu við Sigler og gest þáttarins, bakarann Rory Kandel, sem greindist nýverið með MS, en hátt í 7000 manns greinast árlega um allan heim. 

Applegate, best þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Married with Children og gamanmyndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, hefur glímt við sjúkdóminn frá árinu 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Loka