Lík Payne flutt heim til Bretlands

Liam Payne, einn meðlima One Direction, lést aðeins 31 árs …
Liam Payne, einn meðlima One Direction, lést aðeins 31 árs að aldri. ANGELA WEISS / AFP

Fjölskylda breska söngvarans Liam Payne hefur flogið með lík hans aftur til Bretlands þremur vikum eftir andlát hans.

BBC greinir frá. 

Payne lést í Buenos Aires í Argentínu fyrir þremur vikum eftir að hann féll af þriðju hæð á hóteli. Krufning hefur leitt í ljós að hann hafi hlotið innvortis og útvortis blæðingar í kjölfar fallsins auk annarra áverka. 

Lík hans hefur verið til rannsóknar í Argentínu frá því að hann lést en embætti ríkissaksóknara í Argentínu heldur áfram að rannsaka andlát hans. 

Vilja ný lög í kjölfar andlátsins

Payne skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í X-Factor árið 2010 og var hljómsveitin One Direction stofnuð í kjölfarið, en hann var einn fimm liðsmanna. 

Andlát Payne hefur vakið töluverða athygli en hann hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín og baráttu sína við fíknivanda. 

Í kjölfar andlátsins var efnt til undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að koma á lagafrumvarpi sem snýr að geðheilbrigðisvernd og umönnun ungs fólks í tónlistarbransanum.

Þar er meðal annars kveðið á um að listafólk gangist undir reglubundna geðheilbrigðisskoðun, fái næga hvíld á milli tónleika og hafi aðgang að geðheilbrigðisstarfsfólki á álagstímum svo hægt sé að huga að andlegri líðan og veita viðkomandi félagslegan stuðning. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Loka