Viðbrögð stjarnanna: „Ég hata ykkur“

Harris átti sér marga stuðningsmenn í Hollywood og hafa margar …
Harris átti sér marga stuðningsmenn í Hollywood og hafa margar stjörnum lýst áhyggjum sínum og vonbrigðum yfir kjör Donald Trump. Samsett mynd/AFP

Fjöldi frægra í Bandaríkjunum hefur lýst vonbrigðum sínum yfir því að Donald Trump bar sigur úr býtum í forsetakosningunum.

Sigur Trump gegn Kamölu Harris hefur skekið Hollywood en fjöldi stjarna lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris og tóku þátt í kosningaherferð hennar þ.á.m. Beyoncé, Jennifer Lopez, Bruce Springsteen og Julia Roberts.

The Guardian tók saman ummæli þeirra sem hafa tjáð sig hvað mest.

Kjósa dæmdan nauðgara og nasista

„Sú staðreynd að bandaríska þjóðin myndi frekar vilja eyðileggja landið með því að kjósa dæmdan nauðgara og nasista er merki um djúpan níhilisma. Vægast sagt,“ skrifaði leikarinn John Cusack. Virðist sem leikarinn hafi fjarlægt færsluna núna en hefur þó ekki látið það stoppa sig í að birta fleiri fullyrðingar.

Leikstjóri heimsendakvikmyndarinnar Don't Look Up, Adam McKay, lýsti gremju sinni á samfélagsmiðlum X og spurði hvort mögulega væri orðið tímabært að yfirgefa Demókrataflokkinn.

„Hver hefði haldið að það að ljúga um vitrænt heilsufar Bidens í tvö ár, neita að halda opnar kosningar til að velja nýjan frambjóðanda, skeyta litlu um heilbrigðisþjónustu í landinu en á sama tíma lýsa yfir stuðningi við jarðboranir, Cheney-fjölskylduna og ár af slátrun barna á Gasa myndi ekki færa Demókrötum sigur?“

„Þurfum að vakna og berjast“

Óskarsverðlaunahafinn Jamie Lee Curtis birti langa Instagram-færslu um kjör Trump og sagði það afturhvarf til þröngsýnna tíma og jafnvel grimmra tíma þar sem minnihlutahópar gætu ekki frjálst um höfuð strokið.

„En það sem þetta þýðir raunverulega er að við þurfum að vakna og berjast. Berjast fyrir rétti kvenna og barna og framtíð þeirra og berjast gegn einræði, einn dag í einu. Eina baráttu í einu. Ein mótmæli í einu. Það er það sem það þýðir að vera Bandaríkjamaður.“

Kosningar hafa afleiðingar

„Kosningar hafa afleiðingar,“ skrifaði Wendell Pierce leikar úr vinsælu spennuþáttunum The Wire. 

„Hæstiréttur Bandaríkjanna verður breyttur í heila kynslóð. Ég mun aldrei aftur sjá hófsmalegan hæsterétt á minni ævi,“ skrifaði Pierce en hrósaði sömuleiðis Kamölu Harris fyrir sterka kosningabaráttu.

Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna eru skipaðir í ævistarf og er ekki ólíklegt að Trump, sem þegar hefur skipað tvo hægrisinnaða dómara, muni skipa fleiri á næstu fjórum árum. 

„Þetta er stríð gegn konum“

Leikkonan Christina Applegate tjáði sig á samfélagsmiðlinum X og kvaðst í uppnámi yfir framtíðarréttindum kvenna og sagði dóttur sína í tárum vegna þess að réttur hennar sem konu gæti verið tekinn af henni. Bað hún alla þá sem ekki væru sammála um að hætta að fylgja sér á samfélagsmiðlum.

Söngkonan og dyggur stuðningsmaður Harris, Billie Eilish, birti stutta og einfalda yfirlýsingu í story á Instagram-reikningi sínum: „Þetta er stríð gegn konum“

Skjáskot

„Kveikið í höttunum ykkar“

Rapparinn Cardi B birti myndskeið af sjálfri sér þar sem hún fylgdist með kosningatalningunni. Við færsluna skrifaði hún: „Ég hata ykkur.“

Var rapparinn spurð af einum fylgjenda hvort hún myndi koma fram á innvígsluathöfn Trump í janúar svaraði rapparinn:

„Ég er komin með nóg af ykkur. Kveikið í fokking höttunum ykkar, tíkarsonurinn þinn. Ég er miður mín, ég sver það, ég er virkilega leið.

Hún hefur síðar fjarlægt færsluna þar sem hún segist hata stuðningsmenn Trump og birt yfirlýsingu á X-reikningi sínum í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan