„Forvitnin er mjög ríkjandi í okkur öllum“

Fischersund listasamsteypan er skipuð systkinum og mökum.
Fischersund listasamsteypan er skipuð systkinum og mökum.

Á morgun opnar sýningin Faux Flora í National Nordic Museum í Seattle. Að sýningunni standa systkinin Jónsi, Lilja, Ingibjörg og Sigurrós Elín Birgisbörn sem oft eru kennd við ilmgerðina Fischersund. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Lilju, Ingu og Jónsa í aðdraganda sýningarinnar.

Listamenn á ólíkum sviðum

Um er að ræða alltumlykjandi innsetningu þar sem hljóð, vídeóverk, ljósmyndir, skúlptúrar og ilmir mynda saman eina heildræna upplifun. Systkinin eru öll listamenn á ólíkum sviðum, Lilja er ljósmyndari og myndlistarmaður, Inga er vídeólistamaður og myndlistarmaður, Jónsi er tónlistarmaður, myndlistarmaður og ilmhönnuður og Sigurrós er ilmhönnuður. Saman mynda þau listasamsteypu ásamt mökum sínum, Kjartani Holm, Alberti Trujillo og Sindra Má Sigfússyni og er þetta fyrsta sýningin sem þau standa fyrir.

Á sýningunni verða vídeóverk af tólf stórum blómum sem unnin eru í þrívíddarforriti og þeim varpað upp á vegg. Hverju blómi fylgir sérstakur hljóðheimur auk þess sem þau gefa frá sér ilm úr þar til gerðum kúpli. Þá verða þar einnig handmálaðar ljósmyndir og skúlptúrar.

Sýningunni er skipt í fimm kafla sem samsvara fimm vaxtarstigum …
Sýningunni er skipt í fimm kafla sem samsvara fimm vaxtarstigum plöntu, sem heimfærðar eru upp á lífið. Frjóvgun, vöxtur, blómstur, fræmyndun og frædreifing verða að fæðingu, barnæsku, unglingsárum, fullorðinsárum og loks dauða. Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir

Draumur að rætast

„Það hefur alltaf verið draumurinn að fá tækifæri til þess að halda saman sýningar, spila á tónleikum og ferðast saman um heiminn. Sá draumur er nú að rætast og við erum afar þakklát,“ segir Lilja og Jónsi tekur í sama streng. „Það sem er mest gefandi við þetta er að vinna með fjölskyldunni. Þetta eru forréttindi svo maður reynir bara að njóta.“

Aðspurð hvernig standi á að öll systkinin hafi ratað út í listir nefna þau gott viðmót foreldranna.

„Mamma er sjúkraliði og pabbi er vélsmiður. Við ólumst upp við ákveðið frelsi og traust og svo er forvitnin mjög ríkjandi í okkur öllum og þau hafa verið okkar helstu stuðningsmenn,“ segir Inga og Lilja tekur undir.

„Ef pabbi væri ungur í dag þá væri hann án nokkurs vafa listamaður. Hann var alltaf að koma heim úr vinnunni með stóra skúlptúra og aðra fallega muni. Þegar við fengum hugmyndir þá var pabbi alltaf mættur til þess að hjálpa og kenndi okkur að vera lausnamiðuð. Þetta voru ekki vandamál heldur áskoranir, sem er gott viðhorf að tileinka sér þegar maður er listamaður því maður er alltaf að gera eitthvað frá grunni. Ef þú ætlar bara alltaf að sjá hindranirnar þá kemstu ekkert áfram,“ segir Lilja.

Nánar er rætt við systkinin á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, fimmtudaginn 7. nóvember.

Systkinin Jónsi, Sigurrós, Lilja og Inga Birgisbörn opna sýningu í …
Systkinin Jónsi, Sigurrós, Lilja og Inga Birgisbörn opna sýningu í National Nordic Museum í Seattle.
Á sýningunni má meðal annars sjá handmálaðar ljósmyndir eftir Lilju …
Á sýningunni má meðal annars sjá handmálaðar ljósmyndir eftir Lilju Birgisdóttur. Hér má sjá fræbelg standa fyrir barnæsku sem myndgerist í gömlum fótbolta fylltum af litríku, klístruðu sælgæti. Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir
Blóm úr plástrum sem tákna á æskuna.
Blóm úr plástrum sem tákna á æskuna. Ljósmynd/Fischersund
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir