Þrír grunaðir um aðild að andláti Payne

Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 …
Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 árs gamall. ANGELA WEISS / AFP

Argentínska lögreglan hefur þrjá einstaklinga til rannsóknar vegna dauða breska söngvarans Liam Payne.

Vefmiðillinn TMZ greindi fyrst frá.

Payne lést í Bu­enos Aires í Arg­entínu fyr­ir þrem­ur vik­um eft­ir að hann féll af þriðju hæð á hót­eli. Krufn­ing hef­ur leitt í ljós að hann hafi hlotið inn­vort­is og út­vort­is blæðing­ar í kjöl­far falls­ins auk annarra áverka.

Tveir hótelstarfsmenn og einn ónefndur „vinur“ Payne eru grunaðir um að eiga þátt í andláti hans, en þeir eru meðal annars sagðir hafa útvegað honum örvandi eiturlyf.

Lögreglan gerði leit á hótelinu í annað sinn á þriðjudag og skoðaði myndefni úr öryggismyndavélum og leitaði að sönnunargögnum í skápum starfsmannanna.

Fjöl­skylda Payne flaug með lík hans aft­ur til Bret­lands á miðvikudag, þremur vik­um eft­ir and­lát hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Loka