Birnir sendir frá sér nýtt lag

Birnir Sigurðarson rappari.
Birnir Sigurðarson rappari. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson gaf í dag út lagið Win win, sem er fyrsta lagið á væntanlegri plötu tónlistarmannsins.

Lagið er unnið í samstarfi við tónlistarframleiðandann Martein Hjartarson og markar upphafið á nýjum hljóðheimi sem þeir hafa smíðað saman fyrir plötuna.

Birnir, einn vinsælasti tónlistarmaður sinnar kynslóðar, hefur unnið hörðum höndum að gerð plötunnar síðustu þrjú árin og tilkynnti um útkomu lagsins á Instagram nú á dögunum.

„Win win kemur út föstudaginn 8. nóv. Fyrsta lag af plötu sem ég hef verið að vinna að síðastliðin 3 ár,” skrifaði hann við mynd af leirstyttu.

View this post on Instagram

A post shared by Birnir (@brnir)

Birnir hefur haft í nógu að snúast síðustu mánuði, en hann gaf meðal annars út samstarfsplötu með Bríeti Ísis Elfar í sumar sem vakti mikla athygli fyrir framúrstefnulega popptónlist.

Lagið Win win er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Loka