Eyþór Arnalds: „Ég er rétt að byrja“

Eyþór spilaði á Airwaves í fyrra en þá sem liðsmaður …
Eyþór spilaði á Airwaves í fyrra en þá sem liðsmaður hljómsveitarinnar Tappa Tíkarrassar. Búast má við ögn öðruvísi andrúmslofti á tónleikum hans næstkomandi laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er bara tilhlökkun,“ segir Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins og tónlistarmaður, sem mun koma fram á íslensku tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves á laugardag.

Í samtali við mbl.is segir Eyþór að í raun muni fimmtán manna strengjasveit spila tónverk eftir hann sjálfan sem er nú að koma út á plötu.

„Þetta er 15 manna strengjasveit. Viktor Orri Árnason ætlar að stjórna. Við ætlum að fara í gegnum svona ferðalag þar sem farið er í gegnum sviðsmyndir með mínimalísk stef,“ segir Eyþór.

Tónverkið sem um ræðir ber heitið The Busy Child og hefur fyrsta lagið verið gefið út og var myndbandið frumsýnt í gær.

Leitar aftur í ána

Aðspurður segist Eyþór ekki hafa komið mikið fram í gegnum árin, að undanskildum tónleikum með sínum gömlu hljómsveitum Todmobile og Tappa Tíkarrass.

„En það er svona svipað kannski með mig og laxinn að hann leitar aftur í ána og kemur aftur heim til sín. Það er bara mjög þægileg tilfinning.“

Og hvernig er þá tilfinningin fyrir komandi tónleikum?

„Það er bara tilhlökkun. Það í raun og veru hefur ekkert breyst með það að maður er alltaf spenntur að sjá afkvæmið lifna við. Þetta er svona eins og að skapa barn, að búa til plötu. Þannig það er bara tilhlökkun.“

Önnur plata fram undan

Er þetta í fyrsta skipti sem þú kemur svona fram undir eigin nafni?

„Já í raun og veru. Ég hef unnið í gegnum tíðina við að spila og samdi fyrir leikhús og kvikmyndir, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleira en að gefa út undir mínu eigin nafni, það væri þá í fyrsta sinn núna,“ segir Eyþór áður en hann bætir við:

„En ég er rétt að byrja.“

Já, hvað er fram undan?

„Í raun og veru erum við að gefa út þessa plötu núna í vetur og svo er ég að leggja drög að plötu númer tvö og þetta er svona sitthvort konseptið.

Konseptið á þessari plötu, það fjallar svolítið um gervigreind og hvað það er að vera maður og ég fylgi því verkefni bara eftir núna í vetur,“ segir tónlistarmaðurinn og fyrrverandi oddvitinn að lokum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Loka