Mari Järsk syrgir besta vin sinn

Orka og Mari voru miklar vinkonur.
Orka og Mari voru miklar vinkonur. Samsett mynd

Mikil sorg ríkir nú á heimili hlaupadrottningarinnar Mari Järsk eftir að hundurinn Orka féll frá.

Mari tilkynnti örlög Orku í langri færslu á Instagram fyrr í dag og segir engan geta fyllt upp í tómarúmið sem nú hefur skapast.

„Orka er það besta sem hefur komið fyrir mig“

„Elsku ástin mín er komin í hvíld. 

Það væri hægt að skrifa bók um þessa skvísu. Við áttum mörg löng ár saman og hún fyllti þessi ár svo sannarlega þar sem hún lét fyrir sér fara. Fyrstu árin var hún tryllt og oftar en einu sinni hringdi ég í fyrrverandi og bað hann að koma úr vinnu því ég hafði enga stjórn á henni.

Hún vissi nákvæmlega hvernig hún gat pirrað mig. En við vorum alltaf duglegar að hreyfa okkur og áttum bestu gæðastundir. Lífið snerist svo sannarlega í kringum hana,“ skrifar Mari meðal annars við fallega færslu. 

„Orka er það besta sem hefur komið fyrir mig, fallegust, lífsglöð, alltaf til að leika og gleðja mig þegar mér leið illa. Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla upp í tómarúmið sem þú skilur eftir.“

Fjölmargir hafa skrifað falleg orð um Orku og  sent sínar innilegustu samúðarkveðjur til Mari. Meðal þeirra eru leikkonan Aldís Amah Hamilton og Telma Matthíasdóttir, íþróttakona og eigandi Bætiefnabúllunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan