Bragi Valdimar sendir andlausum skransölum tóninn

Bragi Valdimar Skúlason sendir andlausum skransölum tóninn.
Bragi Valdimar Skúlason sendir andlausum skransölum tóninn. mbl.is/Árni Sæberg
Bragi Valdimar Skúlason hugmyndavél hjá auglýsingastofunni Brandenburg og hljómsveitarmeðlimur í Baggalúti er ekki ánægður með „singles day“ sem er í dag. Dagurinn snýst um að einhleypir geti gert góð kaup.

Í færslu á Facebook-síðu sinni sendir Bragi Valdimar andlausum og óinnblásnum kaupahéðnum og skransölum tóninn.

„Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur,“ segir Bragi Valdimar og kemur með nokkrar tillögur hvað þessi dagur gæti heitið:

  • Eindagi
  • Stakdægur
  • Einidagur
  • Dagur einmanaleikans
  • Einsemdadægur
  • Ógiftudagur
  • Kaupársdagur
  • Einkaupadagur
  • Álausudagur
  • Einverudagur
  • Staklingamessa
  • Dagur hinna einstæðu
  • Ókvænisdagur
  • Einsa–mall
  • Dagurinn eini
  • Einverjadagur
  • Dagur einstæðinga
  • Einhleypidagur
  • Lausliðugramessa
  • Einkaupadagur
  • Skrandagur
  • 1111
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir