Fær bónorð frá karlmönnum vegna útsýnis

Þetta er sko útsýni!
Þetta er sko útsýni! Samsett mynd

Noemi Oberhauser, 24 ára gömul Lundúnamær, hefur vakið mikla athygli hjá karlpeningnum, sérstaklega fótboltaþyrstum, í kjölfar þess að hún byrjaði að deila myndskeiðum af einstöku útsýni íbúðar sinnar, sem er nokkuð ólíkt öðrum, á samfélagsmiðlum.

Stofugluggi konunnar horfir yfir heimavöll knattspyrnufélagsins Brentford og er hún því með eðalsæti á alla heimaleiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Útsýnið heillar ófáa karlmenn

Íbúðin er staðsett beint fyrir ofan Gtech Community Stadium sem gerir Oberhauser kleift að fylgjast með framvindu fótboltaleikja úr sófanum, án þess að kveikja á sjónvarpinu.

Aðeins tilhugsunin heillar án efa ófáa karlmenn, en allt frá því hún byrjaði að deila myndum og myndskeiðum frá heimili sínu þá hefur henni borist fjöldinn allur af boðum á stefnumót og meira að segja bónorð frá karlmönnum víðs vegar um heiminn.

Datt í lukkupottinn

Það mætti víst með sanni segja að Oberhauser hafi dottið í lukkupottinn þegar þessi íbúð var auglýst til leigu, enda er hún gallharður stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins til fjölda ára.

Oberhauser greiðir 1.200 sterlingspund í leigu á mánuði, sem jafngildir um 215.000 íslenskum krónum, sem er að vísu töluvert dýrara en ársmiði á völlinn, en fyrir flesta fótboltaunnendur er útsýni Oberhauser ómetanlegt.

View this post on Instagram

A post shared by New York Post (@nypost)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir