Stjörnuhjón hvort í sína áttina

Hjónin kynntust í gegnum sameiginlegan vin árið 2016.
Hjónin kynntust í gegnum sameiginlegan vin árið 2016. Samsett mynd

Leikarahjónin Laura Prepon og Ben Foster hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir sex ára hjónaband. Foster lagði inn skilnaðarpappíra í Nashville snemma í september. Ástæða skilnaðarins er óásættanlegur ágreiningur.

Prepon er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum That 70’s Show og Orange Is The New Black. Foster hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta og fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndinni Contraband sem leikstýrt var af Baltasar Kormáki.

Prepon og Foster trúlofuðu sig í október 2016 eftir aðeins nokkurra mánaða samband og gengu í hjónaband tæpum tveimur árum seinna. Þau eiga sam­an tvö börn, fædd 2017 og 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn býður upp á nýjar hugmyndir og ferska orku. Taktu frumkvæði og haltu áfram að treysta á innsæið. Þú getur breytt gangi mála með einlægu viðhorfi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn býður upp á nýjar hugmyndir og ferska orku. Taktu frumkvæði og haltu áfram að treysta á innsæið. Þú getur breytt gangi mála með einlægu viðhorfi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir