Longoria flutt frá „þessu dystópíska landi“

Eva Longoria á tískuvikunni í París fyrr á árinu.
Eva Longoria á tískuvikunni í París fyrr á árinu. AFP/Julien De Rosa

Hollywood-leikkonan Eva Longoria segir fjölskyldu sína ekki lengur búa í Bandaríkjunum. Þess í stað dvelur hún til skiptis í Mexíkó og á Spáni.

Í viðtali við franska tímaritið Marie Claire sagði Longoria ástæðuna fyrir þessu vera „breytt andrúmsloft“ í Bandaríkjunum eftir kórónuveirufaraldurinn, fjöldi heimilislausra, háir skattar í Kaliforníu og endurkjör Donalds Trumps sem Bandaríkjaforseta.

Hún viðurkenndi jafnframt að hún nyti þeirra forréttinda að geta flutt og bætti við: „Flestir Bandaríkjamenn eru ekki svo heppnir. Þeir verða fastir í þessu dystópíska landi.“

Longoria hefur verið áberandi í stuðningi sínum við Demókrataflokkinn síðustu ár og hefur sýnt málefnum innflytjenda sérstakan áhuga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir