Skiptir aftur um kyn

Mina Caputo á tónleikum með Life of Agony. ​
Mina Caputo á tónleikum með Life of Agony. ​ ​AFP/Michael loccisano

Mina Caputo, söngvari bandaríska málmbandsins Life of Agony, tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í vikunni að lífi sínu sem konu væri lokið; nú ætlaði hún sér aftur að verða karlmaður og taka að nýju upp sitt upprunalega nafn, Keith.

„Það eru sex eða sjö ár síðan ég hætti á hormónunum. Núna í janúar 2025 er ég búin að bóka aðgerð þar sem gervibrjóst mín verða fjarlægð og ég mun að nýju hefja mitt guðdómlega líf sem karlmaður. Ég er læknuð af þessu kynjaflökti mínu. Það tók mörg ár og ófáar göngur gegnum eld og brennistein en ég hef nú risið upp yfir þennan misskilning minn í garð sálar minnar og anda,“ segir Caputo í myndbandinu sem hún birti en 13 ár eru síðan hún kom út sem kyn­skiptingur, hóf leiðréttingarferlið og tók sér nafnið Mina.

Hún ku hafa fengið miklar aukaverkanir af hormónunum sem hún segir umhugsunarvert og þarft að ræða.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar. Passaðu þig á sölufólki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar. Passaðu þig á sölufólki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan