Glæpasögur Evu Bjargar á leið í sjónvarp

Eva Björg Ægisdóttir.
Eva Björg Ægisdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glæpasögur Evu Bjargar Ægisdóttur um lögreglukonuna Elmu eru á leiðinni í sjónvarp því íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur tryggt sér réttinn á þeim.

Bækurnar fjalla um það þegar Elma snýr aftur í heimabæ sinn Akranes til að starfa á lögreglustöð bæjarins og leysir ýmis sakamál.

Bækur Evu Bjargar hafa verið þýddar á 23 tungumál. Þær hafa náð sérstökum í vinsældum í Frakklandi þar sem yfir 100 þúsund eintök hafa selst, að því er Variety greinir frá.

Glassriver hefur m.a. framleitt þáttaröðina Svörtu sanda hér á landi.

„Ég er virkilega spennt fyrir því að Elma sé á leiðinni á sjónvarpsskjáinn. Ég hef beðið í nokkurn tíma eftir rétta tækifærinu og ég er handviss um að með hæfileikunum sem eru til staðar hjá Glassriver verði Elma í frábærum höndum,“ segir Eva Björg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan