Stunduðu kynlíf á baki fíls

Fílahjörðin er staðsett á Miami Beach.
Fílahjörðin er staðsett á Miami Beach. Skjáskot/Instagram

Mikil eftirvænting ríkir fyrir opnun Basel-listamessunnar sem fer fram dagana 6. - 8. desember í Miami í Bandaríkjunum. Fílahjörð í fullri stærð er eitt af þeim verkum sem sýnd verða á listamessunni og er þegar hafin vinna við uppsetningu verksins á strönd í stórborginni.

Margt listaáhugafólk bíður spennt eftir að líta það augum en eitt yfir sig ástfangið, eða öllu heldur gratt, par gat ómögulega setið á sér eftir að hafa spottað fílana á ströndinni og klifraði upp á einn þeirra til að stunda kynlíf.

Öryggisvörður á vakt heyrði skrýtin hljóð berast frá fílahjörðinni og ákvað að kanna aðstæður, að því er fram kemur á vefsíðu Page Six.

Það sem öryggisvörðurinn sá þegar hann leit yfir fílahjörðina kom honum á óvart, en hann greip ungt par glóðvolgt í miðjum klíðum á baki eins dýrsins.

Öryggisverðinum þótti ekki tilefni til að tilkynna ástaratlot parsins til lögreglu og bað fólkið um að yfirgefa svæðið, sem það gerði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan