Laufey á lista Forbes

Laufey hefur svo sannarlega sigrað heiminn.
Laufey hefur svo sannarlega sigrað heiminn. Ljósmynd/Brian Gove

Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir skipar sæti á lista Forbes yfir einstaklinga, 30 ára og yngri, sem skarað hafa fram úr í tónlistarheiminum á árinu sem er að líða.

Tónlistarkonan greindi frá gleðitíðindunum í story á Instagram-síðu sinni í gærdag. 

Á listanum er einnig að finna heimsþekkta tónlistarmenn á borð við Chappel Roan, Tyla, Shaboozey og Zach Bryan.

Árið hef­ur verið fjöl­breytt og viðburðaríkt hjá ís­lensku tón­list­ar­kon­unni.

Hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í byrj­un árs, gekk mynt­ug­ræna dreg­il­inn á Met Gala-viðburðinum í maí og hef­ur selt upp á hverja tón­leik­ana á fæt­ur öðrum víðs veg­ar um heim­inn.

Forbes

Laufey er meðal þeirra 30 undir 30 sem þykja hafa …
Laufey er meðal þeirra 30 undir 30 sem þykja hafa skarað fram úr í tónlistarheiminum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar