10 hlutir sem Áslaug Arna ætlar að gera í desember

Áslaug Arna ætlar að njóta sín í desember.
Áslaug Arna ætlar að njóta sín í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er upptekin kona og þarf að skipuleggja tíma sinn vel. Hún ætlar sér að njóta jólamánaðarins til hins ýtrasta og greindi frá þeim tíu hlutum sem hún ætlar sér að gera í desember á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Að loknum kosningum - 10 hlutir hér að neðan sem ég ætla að gera í desember.

  1. Sofa.
  2. Starfa í starfsstjórn.
  3. Taka til á skrifstofunni minni í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og pakka öllu í kassa. 
  4. Verja tíma með fjölskyldu og vinum sem ég hef bara hitt undanfarið þegar ég er í kosningaham. 
  5. Kaupa jólagjafir.
  6. Fylgjast með fréttum af stjórnarmyndunarviðræðum.
  7. Lesa bækur.
  8. Undirbúa mig undir næstu mánuði án þess að vita hvernig þeir verða eða hvað þeir bera í skauti sér.
  9. Kannski taka aðeins til í skápum og á stöðum sem hafa beðið marga mánuði, jafnvel ár eftir rólegum dögum í pólitíkinni.
  10. Njóta.“
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar