Harry Styles er að snúa aftur til starfa eftir hörmulegt andlát fyrrverandi félaga hans í One Direction, Liam Payne.
Í Instagram-sögu sem Styles deildi í dag lét hann 48 milljón fylgjendur sína vita af nýju og spennandi verkefni fegurðar- og lífstílsmerkis hans Pleasing í samstarfi við breska fatahönnuðinn JW Anderson.
Hann opinberaði nýju línuna á teikniborðinu sem inniheldur naglalökk, peysur og handtöskur.
Síðasta færsla Styles á Instagram er tileinkuð félaga hans, Payne, og lýsir hve eyðilagður hann er eftir andlátið. Styles var við jarðarför Paynes í útjaðri Lundúna þann 20. nóvember, ásamt öðrum fyrrverandi meðlimum One Direction.