Sabrina Carpenter og Barry Keoghan hafa farið hvor í sína áttina, í bili allavegana, samkvæmt vefmiðlinum People.
Ástæða sambandsslitanna eða pásunnar er sögð vera sú að þau vilji einbeita sér að framanum.
Keoghan og Carpenter sáust fyrst saman í desember í fyrra þegar þau sátu og snæddu kvöldverð á veitingastað í Los Angeles. Þau hittust fyrst á sýningu Givenchy í september það ár.
Þau hafa verið dugleg að hvetja hvort annað á samfélagsmiðlum og hefur Keoghan gjarnan skilið eftir sæt ummæli við færslur Carpenters.
Carpenter hefur verið að gera það gríðarlega gott sem söngkona og hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna m.a. fyrir lag ársins Please, Please, Please. Barry Keoghan er írskur leikari og hefur hlotið BAFTA-verðlaunin og verið tilnefndur til Óskars- og Golden Globe-verðlauna.