„Það virðist eins og við höfum skilið tíu til tólf sinnum“

Harry á árlegri Dealbook-ráðstefnu New York Times.
Harry á árlegri Dealbook-ráðstefnu New York Times. MICHAEL M. SANTIAGO/AFP

Harry Bretaprins sat fyrir svörum í New York á dögunum og ræddi meðal annars um hvernig hann brygðist við orðrómum um samband þeirra Meghan Markle. Hann var spurður sérstaklega út í nýjasta orðróminn um meintan skilnað.

Harry sat á sviði ásamt blaðamanni frá New York Times, Andrew Ross Sorkin, og ræddu þeir um hlutverk fjölmiðla og hvernig mætti bæta fréttaflutning í Bandaríkjunum. Í lok viðtalsins var Harry spurður að því hvernig hann tækist á við stanslausan fréttaflutning af lífi sínu, ekki aðeins því jákvæða sem hann tekur sér fyrir hendur heldur líka tengdu persónulegu hliðinni.

Ítrekað er fjallað um hvort að Harry og Meghan séu að skilja, þau eru sögð eyða miklum tíma hvort án annars og sjást sjaldan saman.

„Það virðist eins og við höfum flutt í kringum tíu, tólf sinnum. Einnig virðist eins og við höfum skilið 10-12 sinnum líka. Svo þetta er svona, ha?“ sagði Harry hlæjandi.

„Það er erfitt að fylgjast með þessu öllu en það er best að hunsa þetta. Það eru nettröllin sem ég vorkenni mest því vonir þeirra byggjast upp en svo gerist ekki neitt. Svo ég vorkenni þeim, í alvöru.“

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir