Cardi B. eyðir 3 milljónum dollara á mánuði

Cardi B. segist hafa neitað 65 milljón dollara samningi nýlega …
Cardi B. segist hafa neitað 65 milljón dollara samningi nýlega og að aðdáendur þurfi sko ekki að hafa áhyggjur af fjármálum hennar. Skjáskot/Instagram

Cardi B. hefur opinberað upplýsingar um fjármál sín eftir að orðrómur þess efnis að hún ætti í fjárhagslegum erfiðleikum fór á kreik. 

Aðdáendur rapparans spurðu áleitinna spurninga þegar Grammy-verðlaunahafinn sat fyrir í auglýsingu fyrir hraðtískuvörumerkið Shein. Athugasemdir á borð við af hverju hún auglýsti fyrir vörumerkið þegar hún sjálf klæddist aðeins rándýrum vörumerkjum spruttu upp og fólk tengdi það óspart við fjárhagslega örðugleika.

Cardi B. svaraði fyrir sig og sagðist geta vaknað á morgun og skrifað undir 65 milljóna dollara samning, ef henni sýndist svo.

Hún gekk aðeins lengra í svörum sínum og sagðist ekki einungis þurfa að „lifa af“ heldur lifði hún á 3 milljónum dollara á mánuði.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir