Nú styttist í að önnur þáttaröð af þáttunum vinsælu Severance verði frumsýnd en til stendur að sýna fyrsta þáttinn 17. janúar.
Þættirnir nutu mikillar hylli eftir að fyrsta þáttaröðin var sýnd hjá Apple TV+ árið 2022. Fengu þeir afar góða dóma og voru tilnefndir til fjórtán Emmy-verðlauna.
Nokkuð er síðan tilkynnt var að Ólafur Darri Ólafsson myndi leika í annarri þáttaröðinni. Ef eitthvað er að marka IMDb-vefinn þá verður Ólafur Darri í öllum tíu þáttunum í annarri þáttaröðinni.
Ben Stiller, sem Ólafur lék með í The Secret Life of Walter Mitty, er einn framleiðenda og leikstýrði mörgum þáttum í fyrstu þáttaröðinni. Hann leikstýrir að minnsta kosti fyrsta þættinum í annarri þáttaröðinni en ekki hefur verið tilkynnt um hverjir leikstýra nokkrum þáttum í annarri þáttaröðinni.
Adam Scott leikur aðalhlutverkið í þáttunum en fjöldi mjög þekktra leikara voru í fyrstu þáttaröðinni. Nægir þar að nefna Christofer Walken, Patriciu Arquette og John Turturro.