Valdimar á sviði fyrir framan 12.000 manns á Wembley í London

Júníus Meyvant stoltur af sínum manni.
Júníus Meyvant stoltur af sínum manni. Ljósmynd/maxmilliganphotos

„Hver þarf óvini þegar hann á svona vini.“ Svona byrjar Instagram-færsla eins ástsælasta söngvara Íslendinga, Valdimars Guðmundssonar. 

Það má segja að hann hafi slegið í gegn – í anda – með Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Kaleo á Wembley OVO Arena í London. 

Í téðri Instagram-færslu sem Valdimar setti inn í dag segir hann söguna sem byrjar þannig að Júníus Meyvant verður sérstakur gestur á jólatónleikum Valdimars í Eldborgarsal Hörpu 21. nóvember. Myndataka sem átti að fara fram fyrir tónleikana, með þeim félögum Valdimari og Júníusi, fór forgörðum, því sá síðarnefndi var farinn í tónleikaferð með Kaleo til London.

Eitthvað skammaðist Valdimar yfir því og til sárabóta var útbúið pappaspjald í London með áprentaðri mynd í raunstærð af Valdimari og spjaldið látið standa á sviðinu á tónleikunum á Wembley, með skilaboðunum að þetta væru stærstu tónleikar Valdimars til þessa.

Valdimar Guðmundsson söngvari var með hljómsveitinni Kaleo og Júníusi Meyvant …
Valdimar Guðmundsson söngvari var með hljómsveitinni Kaleo og Júníusi Meyvant á sviði í London. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Þeir halda saman á sviðið.
Þeir halda saman á sviðið. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Leikið fyrir 12.000 manns á sviðinu í London.
Leikið fyrir 12.000 manns á sviðinu í London. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Þarna sést glitta í eftirmynd Valdimars.
Þarna sést glitta í eftirmynd Valdimars. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Það er spurning hvort áhorfendur hefðu ekki bara orðið enn …
Það er spurning hvort áhorfendur hefðu ekki bara orðið enn ánægðari að hafa Valdimar sjálfan á sviðinu. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Góðum tónleikum fagnað með góðri lyftu.
Góðum tónleikum fagnað með góðri lyftu. Ljósmynd/maxmilliganphotos
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar