Valdimar á sviði fyrir framan 12.000 manns á Wembley í London

Júníus Meyvant stoltur af sínum manni.
Júníus Meyvant stoltur af sínum manni. Ljósmynd/maxmilliganphotos

„Hver þarf óvini þegar hann á svona vini.“ Svona byrjar Instagram-færsla eins ástsælasta söngvara Íslendinga, Valdimars Guðmundssonar. 

Það má segja að hann hafi slegið í gegn – í anda – með Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Kaleo á Wembley OVO Arena í London. 

Í téðri Instagram-færslu sem Valdimar setti inn í dag segir hann söguna sem byrjar þannig að Júníus Meyvant verður sérstakur gestur á jólatónleikum Valdimars í Eldborgarsal Hörpu 21. nóvember. Myndataka sem átti að fara fram fyrir tónleikana, með þeim félögum Valdimari og Júníusi, fór forgörðum, því sá síðarnefndi var farinn í tónleikaferð með Kaleo til London.

Eitthvað skammaðist Valdimar yfir því og til sárabóta var útbúið pappaspjald í London með áprentaðri mynd í raunstærð af Valdimari og spjaldið látið standa á sviðinu á tónleikunum á Wembley, með skilaboðunum að þetta væru stærstu tónleikar Valdimars til þessa.

Valdimar Guðmundsson söngvari var með hljómsveitinni Kaleo og Júníusi Meyvant …
Valdimar Guðmundsson söngvari var með hljómsveitinni Kaleo og Júníusi Meyvant á sviði í London. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Þeir halda saman á sviðið.
Þeir halda saman á sviðið. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Leikið fyrir 12.000 manns á sviðinu í London.
Leikið fyrir 12.000 manns á sviðinu í London. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Þarna sést glitta í eftirmynd Valdimars.
Þarna sést glitta í eftirmynd Valdimars. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Það er spurning hvort áhorfendur hefðu ekki bara orðið enn …
Það er spurning hvort áhorfendur hefðu ekki bara orðið enn ánægðari að hafa Valdimar sjálfan á sviðinu. Ljósmynd/maxmilliganphotos
Góðum tónleikum fagnað með góðri lyftu.
Góðum tónleikum fagnað með góðri lyftu. Ljósmynd/maxmilliganphotos
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir