Beyoncé sú besta á þessari öld

Beyoncé er talin áhrifamesti popptónlistarmaður síðari ára.
Beyoncé er talin áhrifamesti popptónlistarmaður síðari ára. Ljósmynd/AFP

Poppdrottningin Beyoncé Knowles hefur verið valin sú besta á þessari öld af Billboard-tímaritinu. Nú þegar eru aðeins tuttugu- og fjögur ár liðin og tímabært að þeirra mati að nefna þann sem staðið hefur upp úr. Starfsfólk Billboard komst að þessari niðurstöðu þegar þau tóku saman lista yfir áhrifamestu popptónlistarmenn síðustu 25 ára.

Árið 2000 komst Beyoncé á Billboard Hot 100-listann sem meðlimur í hljómsveitinni Destiny's Child fyrir lagið Say My Name og hefur setið á listanum margoft síðan þá.

Taylor Swift er einnig ofarlega á listanum en Beyoncé er talin hafa haft meiri áhrif á sviði tónlistarinnar. Einnig er hún talin hafa viljað þróast og feta nýjar slóðir. Það eru auðvitað enn fjölmörg ár eftir af öldinni og áhugavert væri að vita hvort Billboard verði sömu skoðunar við lok aldarinnar.

Billboard

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka