Myndir: Sannkölluð tónlistarveisla á Akureyri

Friðrik Ómar, Jógvan Hansen og Eyþór Ingi í Hofi í …
Friðrik Ómar, Jógvan Hansen og Eyþór Ingi í Hofi í gærkvöld. mbl.is/Þorgeir

Það var sannkölluð tónlistarveisla á Akureyri í gærkvöld en þrennir tónleikar fóru fram í höfuðstað Norðurlands.

Í Hofi voru Friðrik Ómar, Jógvan Hansen og Eyþór Ingi ásamt Selmu Björns, Regínu Ósk og Sölku Sól og stórhljómsveit. Þau halda sjö tónleika um helgina og uppselt á þá alla í Hofi sem tekur um 500 manns í sæti.

Salka Sól, Selma Björns og Regína Ósk í Hofi í …
Salka Sól, Selma Björns og Regína Ósk í Hofi í gærkvöld. mbl.is/Þorgeir

Ingó veðurguð spilaði fyrir gesti í Skógarböðunum. Þar var uppselt og komust færri að en vildu.

Á Græna hattinum hélt Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, uppi stuðinu eins og honum er einum lagið ásamt Magna Ásgeirssyni og Hvanndalsbræðrum. Þar var fullt út úr dyrum og mikil stemning.

Gestir í Skógarböðunum þar sem Ingó veðurguð tróð upp.
Gestir í Skógarböðunum þar sem Ingó veðurguð tróð upp. mbl.is/Þorgeir
Laddi og Magni Ásgeirsson á Græna hattinum í gærkvöld.
Laddi og Magni Ásgeirsson á Græna hattinum í gærkvöld. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar