Þorvaldur Davíð og Hrafntinna geisluðu á dreglinum

Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hrafntinna Karlsdóttir.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hrafntinna Karlsdóttir. Ljósmynd/Haraldur Jónasson

Íslenski leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson mætti ásamt eiginkonu sinni, lögfræðingnum Hrafntinnu Karlsdóttur, á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í svissnesku borginni Lucerne á laugardagskvöldið.

Hjónin voru afar glæsileg og vöktu að vonum mikla athygli viðstaddra er þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum, sem var að vísu blár á litinn.

Þorvaldur Davíð, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna á síðustu árum, deildi myndunum af þeim hjónum á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

„Ég er í skýjunum eftir ótrúlega daga á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Lucerne. Það var mikill heiður að fá að taka þátt í því að heiðra kvikmyndagerð,” skrifaði leikarinn við myndaseríuna.

Þorvaldur Davíð og Hrafntinna voru í góðum félagsskap, en á meðal þeirra sem gengu bláa dregilinn á laugardagskvöldið voru alþjóðlegu kvikmyndastjörnurnar Ralph Fiennes og Isabella Rossellini.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir