Fyrrverandi eiginmaður Jennifer Lopez, leikarinn og kvikmyndaframleiðandinn Ben Affleck, segist ekki hafa neinn áhuga á stefnumótum eins og er, líkt og fram kemur á Page Six.
Hinn 52 ára Affleck hefur í nógu að snúast og ætlar að einbeita sér að þeim fjölmörgu verkefnum sem hann vinnur nú að. Fyrir utan er hann að aðlagast því að vera einhleypur eftir skilnaðinn við Lopez og hefur því engan áhuga á að stökkva í annað samband.
Lopez, sem er 55 ára, sótti um skilnað frá Óskarsverðlaunahafanum fyrr á þessu ári, nánar tiltekið á tveggja ára brúðkaupsafmæli þeirra. Mun framleiðsla á nýjustu mynd hans og Matts Damons, RIP, hafa frestast vegna skilnaðarins.
Affleck er sagður hafa varið miklum tíma með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner, og þremur börnum þeirra, enda vill hann einnig einbeita sér meira að föðurhlutverkinu eftir skilnaðinn við Lopez.