Auðjöfurinn og eigandi Teslu og samskiptamiðilsins X, Elon Musk, hefur varið miklum tíma í Mar-a-Lago í Flórída síðan Donald Trump var endurkjörinn.
Musk er sagður hafa augastað á lúxusíbúð Sydell Miller, fyrrum eiganda vörumerkjanna Ardell og Matrix Essentials, en hún lést fyrr á árinu. Miller er sögð hafa greitt 42,6 milljónir dala fyrir íbúðina sem hún festi kaup á árið 2019. Kaupin á þeim tíma slóu met yfir dýrustu íbúðir borgarinnar.
Sagt er að fjölskylda Miller íhugi nú að selja Musk þessa 19.000 fermetra þakíbúð, sem samanstendur af tveimur íbúðum. Gangi samningurinn í gegn fer hann að öllum líkindum yfir 100 milljónir dala og mun þar með slá öll met í West Palm Beach.
Íbúðin er í Bristol-byggingunni sem er afar vinsæl meðal milljarðamæringa, Wall Street-auðjöfra og fasteignamógúla. Þar er m.a. að finna heilsulind fyrir íbúa byggingarinnar.