Palm Beach titrar af spenningi af að fá Elon Musk

Elon Musk eyddi um 250 milljörðum dollara í kosningabaráttu Donald …
Elon Musk eyddi um 250 milljörðum dollara í kosningabaráttu Donald Trumps. Jim Watson/AFP

Auðjöfurinn og eigandi Teslu og samskiptamiðilsins X, Elon Musk, hefur varið miklum tíma í Mar-a-Lago í Flórída síðan Donald Trump var endurkjörinn. 

Musk er sagður hafa augastað á lúxusíbúð Sydell Miller, fyrrum eiganda vörumerkjanna Ardell og Matrix Essentials, en hún lést fyrr á árinu. Miller er sögð hafa greitt 42,6 milljónir dala fyrir íbúðina sem hún festi kaup á árið 2019. Kaupin á þeim tíma slóu met yfir dýrustu íbúðir borgarinnar.

Sagt er að fjölskylda Miller íhugi nú að selja Musk þessa 19.000 fermetra þakíbúð, sem samanstendur af tveimur íbúðum. Gangi samningurinn í gegn fer hann að öllum líkindum yfir 100 milljónir dala og mun þar með slá öll met í West Palm Beach. 

Íbúðin er í Bristol-byggingunni sem er afar vinsæl meðal milljarðamæringa, Wall Street-auðjöfra og fasteignamógúla. Þar er m.a. að finna heilsulind fyrir íbúa byggingarinnar.

Útisundlaug fyrir íbúa byggingarinnar.
Útisundlaug fyrir íbúa byggingarinnar. Skjáskot/TheBristolPalmBeach
Sérstök heilsulind er í byggingunni með heita potta, gufuböð, þurrgufur …
Sérstök heilsulind er í byggingunni með heita potta, gufuböð, þurrgufur og slökunarsvæði. Skjáskot/TheBristolPalmBeach
Snyrting og hárgreiðsla. Íbúar geta bókað tíma á snyrti- og …
Snyrting og hárgreiðsla. Íbúar geta bókað tíma á snyrti- og hárgreiðslustofunni í byggingunni. Skjáskot/TheBristolPalmBeach

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir