„Gullára–pip­ar­sveinninn“ með ólæknandi krabbamein

Gerry Turner.
Gerry Turner. Skjáskot/IMDb

Raunveruleikastjarnan Gerry Turner greindi frá krabbameinsgreiningu í viðtali við tímaritið People í vikunni.

Turner, sem er 72 ára og best þekktur sem fyrsti „gullára–pip­ar­sveinninn“, var greindur með mergæxli, sem er ólæknandi krabbamein í beinmerg, í mars á þessu ári.

„Það er því miður engin lækning,“ segir Turner meðal annars. „Það var auðvitað gríðarlega sárt að fá þessi tíðindi, eins og að fá tíu tonn af steypu ofan á sig. Ég var í afneitun í langan tíma, vildi alls ekki viðurkenna þetta.“

Turner varð frægur á einni nóttu þegar hann var tilkynntur sem „gullára-piparsveinninn” í nýrri seríu af hinni sívinsælu raunveruleikaþáttaröð Bachelor, titluð The Golden Bachelor.

22 konur, 50 ára og eldri, kepptu um ástir Turner, sem á endanum bað Theresu Nist í lokaþætti seríunnar. Parið gekk í hjónaband fljótlega eftir að þættinum lauk en skildi aðeins þremur mánuðum eftir brúðkaupið.

Turner gift­ist æsku­ást­inni, Toni Turner, árið 1974, og voru þau ham­ingju­sam­lega gift í 43 ár. Toni lést árið 2017 eft­ir erfið veik­indi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir