Klappstýra vakti athygli á vellinum

Armani Latimer geislaði á vellinum án hárkollunnar.
Armani Latimer geislaði á vellinum án hárkollunnar. Samsett mynd

Armani Latimer, klappstýra fyrir ameríska fótboltaliðið Dallas Cowboys, vakti mikla athygli nú á dögunum þegar hún sýndi umheiminum að hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn blettaskalla (e. Alopecia).

Latimer, sem er búin að missa allt hár af höfði, hefur aldrei dansað á vellinum án hárkollu en ákvað að stíga út fyrir þægindarammann og sýna hennar raunverulega sjálf á mánudagskvöldið.

Myndband af Latimer, skælbrosandi og dansandi, fór eins og eldur í sinu um netheima og ekki leið á löngu þar til myndbandið greip athygli bandaríska morgunþáttarins Good Morning America og annarra þarlendra miðla.

Fjölmargir hafa ritað athugasemdir við Instagram-færslu Good Morning America og hrósað klappstýrunni fyrir hugrekkið sem hún sýndi á vellinum.

Blettaskalli er sjálfsónæmissjúkdómur sem hefur áhrif á hársekkina og veldur því að hárið fellur af. Algengasta mynd sjúkdómsins eru vel afmarkaðir skallablettir í hársverðinum en blettaskalli getur þó birst á öllum hærðum svæðum líkamans. Sjúkdómurinn er algengastur hjá einstaklingum milli tvítugs og fertugs.

Latimer greindist þó með blettaskalla aðeins tólf ára gömul.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka