Tilbúinn að borga hvað sem er

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. Ljósmynd/AFP

Bjartsýnn kvikmyndaframleiðandi í Hollywood er sagður vera tilbúinn til að greiða himinháa upphæð til að sjá leikarahjónin fyrrverandi, Angelinu Jolie og Brad Pitt, saman á hvíta tjaldinu á ný.

Téður kvikmyndaframleiðandi, maður að nafni Danny Rossner, vill ólmur fá leikarana til að fara með aðalhlutverk í því sem hann kallar 20 ára ástríðuverkefni.

Rossner segist hafa safnað ríflega 60 milljónum bandaríkjadala frá bakhjörlum sínum sem er að hans mati meira en nóg til að láta fyrrverandi hjónin grafa stríðsöxina fyrir listina.

Kvikmyndin, sem er rómantísk dramamynd, gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar í París og fjallar um hóteleiganda og ástkonu hans.

Jolie og Pitt hafa frá skilnaði sínum árið 2016 átt í langvarandi deilum um flest er átti sér stað í sambandi þeirra og því ólíklegt að draumur Rossner verði að veruleika.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir