Er ferill Beyoncé á niðurleið?

Jay-Z og Beyoncé brostu sínu breiðasta á rauða dreglinum á …
Jay-Z og Beyoncé brostu sínu breiðasta á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa aðeins einum degi eftir að ásakanirnar. Ljósmynd/AFP

Ásakanir á hendur rapparans og upptökustjórans Jay-Z eru sagðar geta haft neikvæð áhrif á feril og framtíðarverkefni eiginkonu hans, stórsöngkonunnar Beyoncé Knowles.  

Jay-Z, sem heitir réttu Shawn Carter, er, ásamt Sean „DiddyCombs, sakaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku í eft­ir­par­tíi að lok­inni MTV-verðlauna­hátíðinni í sept­em­ber árið 2000 í máli sem var höfðað í vikunni.  

Rapparinn vísar ásökununum á bug og seg­ir málið, sem teng­ist fleiri mál­um sem hafa verið höfðuð gegn Diddy upp á síðkastið, vera til­raun til fjár­kúg­un­ar og kveðst ekki ætla að greiða sátta­greiðslu í mál­inu eins og óskað er eft­ir.  

Beyoncé er sögð vera með fjölmörg verkefni í bígerð og þar á meðal heljarinnar tónleikaferðalag um heiminn á næsta ári sem nú er sagt ansi ólíklegt í ljósi ásakananna.

Fulltrúar söngkonunnar þvertaka fyrir þetta og segja hana ekki hafa uppi nein plön um tónleikaferðalag. Þeir segja hana ætla að ein­beita sér að fjöl­skyldu sinni í bili. Beyoncé mun þó koma fram á hálfleikstónleikum í heimaborg sinni, Houston, á jóladag og flytja lög af nýjustu plötu sinni, Cowboy Carter.

Cowboy Carter, sem er fyrsta kántrí-plata söngkonunnar, kom út í lok mars og sló öll met en platan hríðféll á vinsældalistum eftir að ásakanir gegn Combs komu upp á yfirborðið. Er það sagt hafa gerst vegna náins vinskapar Combs og Carter-hjónanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir