Starfsmaður Buckingham-hallar handtekinn

Buckingham-höll.
Buckingham-höll. Ljósmynd/Debbie Fan

Starfsmaður Buckingham-hallar var handtekinn eftir að slagsmál brutust út í jólahittingi starfsfólks sem haldinn var á krá í nágrenni við höllina á þriðjudagskvöldið.

Hópurinn, sem taldi hátt í 50 manns, fékk sér fordrykk í höllinni áður en hann fór á kránna sem er í níu mínútna göngufjarlægð frá Buckingham-höll.

Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa misst stjórn á sér þegar þangað var komið og látið öllum illum látum, en aðeins einn var handtekinn.

Kona, sem er sögð starfa við húshjálp í höllinni, var fjarlægð af lögreglu eftir að hafa ítrekað reynt að kýla starfsmann krárinnar og unnið skemmdarverk.

Heimildarmaður breska fréttablaðsins The Sun sagði konuna hafa verið ofurölvi, hent glösum í gólfið, verið með hnefann á lofti og ógnað gestum staðarins. 

Talsmaður Buckingham-hallar vildi ekki tjá sig um atvikið en sagði málið í skoðun, að því er seg­ir í um­fjöll­un The Sun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir