„Hann á hrós skilið fyrir að kasta sér út í þetta“

Tómas Ævar Ólafsson er ný rödd í bókmenntaheiminum. Fraumraun hans á skáldsagnavellinum, Breiðþotur, vakti lukku hjá gagnrýnendum blaðsins, Árna Matthíassyni og Ragnheiði Birgisdóttur. 

Verkið gerist í nálægri framtíð en þar er stór gagnaleki og loftslagsmálin meðal umfjöllunarefna, sem og uppgangur fasisma. „Svo er þetta líka mjög sterk bók um vináttu,“ segir Árni. 

Fyrsta skáldsaga Tómasar Ævars Ólafssonar nefnist Breiðþotur.
Fyrsta skáldsaga Tómasar Ævars Ólafssonar nefnist Breiðþotur. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er einmitt það sem mér fannst svo flott, að þótt hann sé að skapa þennan stóra heim, um pólitík og tækni, þá tapar hann aldrei mennskunni og þessari von um að manngæskan og vináttan lifi af,“ segir Ragnheiður. 

Þá segir hún Tómas Ævar eiga hrós skilið fyrir að kasta sér út í þetta stóra verkefni. „Hann leysir þetta afskaplega vel,“ tekur Árni undir.

Árni og Ragnheiður tóku fyrir hápunkta ársins í bókmenntalífinu í Dagmálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur nýja orku til að takast á við verkefni sem hafa dregist á langinn. Smáar ákvarðanir í dag geta haft meiri áhrif en þú gerir þér grein fyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur nýja orku til að takast á við verkefni sem hafa dregist á langinn. Smáar ákvarðanir í dag geta haft meiri áhrif en þú gerir þér grein fyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Abby Jimenez