Floni og fyrverandi ekki lengur að fylgja hvort öðru

Hrafnkatla Unnarsdóttir og Flóni eru hætt að fylgja hvort öðru …
Hrafnkatla Unnarsdóttir og Flóni eru hætt að fylgja hvort öðru á Instagram. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni, og fyrrverandi kærasta hans og barnsmóðir, Hrafnkatla Unnarsdóttir, eru hætt að fylgja hvort öðru á samfélagsmiðlinum Instagram.

Þetta vakti athygli en stutt er síðan Friðrik þakkaði bæði Hrafnkötlu og syni þeirra, Benjamín, fyrir ómetanlegan styrk í hlustunarteiti fyrir áramót. Leiðir þeirra skildu snemma á síðasta ári eftir þriggja ára samband.

Friðrik hefur verið áberandi í íslenskri tónlistarsenu í rúm sjö ár. Hann er þekktur fyrir einlægni sína í tónlist en hefur jafnframt verið prívat í einkalífi sínu. 

Í fyrra gaf hann út þriðju og síðustu plötu þríleiksins Floni 1, Floni 2 og Floni 3 sem hefur fengið mikla athygli og vinsældir, enda tók hún um fimm ár í undirbúningi.

Floni.
Floni. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir