Hera Björk leggur af stað til Ástralíu á morgun

Hera Björk Þórhallsdóttir.
Hera Björk Þórhallsdóttir. Sarah Louise Bennett

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir er á leið til Ástralíu þar sem hún mun syngja á 13 tónleikum í fimm mismunandi borgum í landinu. Fyrstu tónleikarnir eru 19. janúar og þeir síðustu 5. febrúar. 

„Það er búið að standa lengi til að fara til Ástralíu og kom fyrst til tals fljótlega eftir keppnina í Osló 2010 þegar Je ne sais quoi lenti í 8.sæti í Áströlsku kosningunni og lagið náði góðu flugi þar. Við fengum svo formlegt boð sem við þáðum 2020 og þá var búið að plana allt heila giggið en svo lokaðist heimurinn „út af dottlu" nokkrum dögum fyrir brottför og ekkert varð úr. En nú er ég loks að fara aftur svo þetta er draumur að verða að veruleika! Nú þegar eru bókaðir 13 tónleikar og framkomur ásamt tilheyrandi „meet & great“ viðburðum og enn er möguleiki á að þeim gæti fjölgað eitthvað. Við förum til fimm borga á þessum þremur vikum svo þetta verða mikil ferðalög enda góður spotti á milli borga í Ástralíu,“ segir Hera Björk. 

Hún hefur túrað um Evrópu í 15 ár og farið á tónleikaferðir til Bandaríkjanna og Suður Ameríku en hún hefur aldrei sungið í Ástralíu. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem við förum í Ástralíutúr. Það verður því dásamlegt að fá tækifæri til að deila tónlistinni minni með áströlskum áhorfendum og upplifa um leið þeirra fjölbreyttu menningu og sjá þessa fallegur heimsálfu. Ég ætla bara að njóta í botn,“ segir hún. 

Ætlar ekki að renna á svellinu

„Það sem ég er að fara að gera er mest í svona nettum Kabarett stíl, þar sem ég syng lögin mín og annarra, segi sögur af ferlinum og úr Eurovision heiminum. Sumt er stórt og annað minna. Ég mun til dæmis koma fram á einni vinsælustu Gay Pride hátíðinni í Ástralíu í Melbourne. Annar skemmtilegur viðburður sem ég hlakka mikið til að taka þátt í eru styrktartónleikar í skautahöll þar sem ég mun standa á miðju svellinu, syngja Eurovision lögin mín og annarra á meðan Ástralíumeistarar í listdansi á skautum munu dansa við lögin á svellinu og sýna listir sínar. Það verður mikil upplifun og mitt helsta markmið verður einfalt, ekki renna á rassinn á svellinu,“ segir Hera Björk. 

Hér er fyrir neðan má sjá tónleikadagskrá Heru Bjarkar: 

  • 19.-25. janúar - Melbourne Midsumma Carnival
  • 22.janúar - The Ice skating Victoria Fundraising Show, Melbourne.
  • 27. Janúar - Brisbane
  • 30.janúar - Sidney
  • 1.febrúar - Sidney
  • 3. febrúar - Perth
  • 5. febrúar - Adelaide
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney