Ætla að notfæra sér ástandið til að auka frægð sína

Spencer Pratt og Heidi Montag.
Spencer Pratt og Heidi Montag. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjörnurnar Spencer Pratt og Heidi Montag, einna þekktust fyrir þátttöku sína í bandarísku þáttaseríunni The Hills á árunum 2006 til 2010, eru á meðal þeirra fjölmörgu sem hafa misst heimili sín sökum gróðurelda sem geisa í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu.

Pratt greindi frá heimilismissi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni á miðvikudag og vakti færslan mikla athygli, en á innan við sólarhring fjölgaði talsvert í fylgjendahópi hjónanna, sem hafa verið lítt áberandi innan Hollywood-senunnar síðustu ár, bæði á Instagram og TikTok.

Þrátt fyrir alla stormana sem dunið hafa yfir raunveruleikastjörnurnar síðustu daga eru hjónin sögð vera himinlifandi yfir því að vera komin í sviðsljósið að nýju og virðast ætla að notfæra sér ástandið til að auka frægð sína og komast aftur á skjáinn eftir margra ára hlé.

Hjónin eru sögð vera á höttunum eftir sjónvarpssamningi og á góðri leið, ef marka má TikTok-færslu Pratt, að landa samningi við streymisveituna Hulu. 

DailyMail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney