Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Justin Bieber deilir myndum í Instagram-sögu sinni frá fríi þeirra …
Justin Bieber deilir myndum í Instagram-sögu sinni frá fríi þeirra hjóna í Aspen. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hann deildi myndum af sér á Instagram í gær.

Á myndunum tveimur er Bieber á hvítum, gegnblautum Calvin Klein-nærbrókum einum fata og situr „sultuslakur“ og silkimjúkur í „Adirondack“-tréstól eftir að hafa fengið sér kaldan sundsprett.

Flúrskreyttur efri hluti Biebers blasir við á myndunum og hann undirstrikar tónaðan líkamann þar sem hann tyllir fótunum upp á lítið steinborð. Í bakgrunni sést áin sem hann dýfði sér í og snjóbreiðan allt um kring.

Þrátt fyrir að eiginkona hans, fyrirsætan Hailey Bieber, sé fjarverandi á myndunum þá eru þau saman í fríi í Aspen, Colorado. 

Hann er vel skreyttur hann Justin Bieber.
Hann er vel skreyttur hann Justin Bieber. Skjáskot/Instagram
Kannski hefði hann átt að hengja nærbrækurnar til þerris í …
Kannski hefði hann átt að hengja nærbrækurnar til þerris í sólinni? Skjáskot/Instagram

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Móðir Teresa á að hafa sagt að auðveldara sé að gefa bolla af hrísgrjónum en að draga úr einmanaleika einhvers sem býr við ástleysi á okkar eigin heimili.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Móðir Teresa á að hafa sagt að auðveldara sé að gefa bolla af hrísgrjónum en að draga úr einmanaleika einhvers sem býr við ástleysi á okkar eigin heimili.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Birgitta H. Halldórsdóttir