Írönsk poppstjarna dæmd til dauða

Tataloo er þakinn húðflúrum.
Tataloo er þakinn húðflúrum. Skjáskot/Instagram

Dómstóll í Íran hefur dæmt tónlistarmanninn Amir Hossein Maghsoudloo, betur þekktur undir listamannsnafninu Tataloo, til dauða fyrir guðlast.

Söngvarinn, sem er 37 ára og þekkt poppstjarna og rappari í heimalandi sínu og víðar um heim, hefur verið í haldi lögreglu frá því í desember 2023, eða frá því að hann var framseldur frá Tyrklandi, en hann hafði verið búsettur í Istanbúl frá árinu 2018.

Fjölmiðlar í Íran, meðal annars Etemad og Jame Jam, greindu frá því á sunnudag að Tataloo hefði verið dæmdur til dauða af hæstarétti Íran eftir að hafa verið fundinn sekur um að móðga Múhameð spámann.

Tataloo hefur reglulega komist í kast við lögin í gegnum árin og þá sérstaklega vegna skoðana hans, sem aðhyllast ekki hugmyndafræði íslams. Hann hefur ítrekað hafnað ákærum á hendur sér og fullyrt rétt sinn til frjálsrar listrænnar tjáningar. 

Tataloo hyggst áfrýja dómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að halda aftur af þér í samtölum við aðra; þeir þurfa líka að komast að með sín sjónarmið.Farðu þér hægt og gáðu vel að þér, því allur er varinn góður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að halda aftur af þér í samtölum við aðra; þeir þurfa líka að komast að með sín sjónarmið.Farðu þér hægt og gáðu vel að þér, því allur er varinn góður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Birgitta H. Halldórsdóttir